top of page

Helga Svandís Helgadóttir

 

13. apríl 2015

 

Umsjónarkennari 5.bekkjar í Grunnskóla Bolungarvíkur. Er að stíga mín fyrstu skref í "tækninámi" og byrjaði á námskeiðinu á sl. föstudag þar sem ég uppgötvaði nýjan heim. Ég komst að því að ég hafði ekki hugmynd um að þessi forrit væru til fyrr en Bjarndís kynnti þau fyrir mér.

Nú sit ég spennt og er að prófa mig áfram og hugsa um hvernig ég get nýtt mér alla þessa tækni í kennslu. Í skólanum okkar erum við dálítið takmörkuð við tæknina því nemendum á miðstiginu er ekki heimilt að koma með tæki í skólann nema með leyfi kennara og svo er enginn aðgangur að spjaldtölvum í skólanum fyrir nemendur. Það kannski kemur í framtíðinni.

 

Við kennarar verðum líka að vera búin að ákveða hvernig við ætlum að nota tæknina í kennslu þegar og ef það verður innleiðing á spjaldtölvum í skólanum. Þá er gott að hafa þekkinguna og hafa æft sig.

 

Ég er t.d. spennt fyrir að nota og búa til próf þar sem nemendur geta verið með sín tæki til að leysa þau. Einnig finnst mér Kahoot mjög spennandi ásamt margskonar glærusýningum og fleiru.

 

Var á menntaspjallinu í gær á Twitter og fannst það frábært að geta verið í tengslum við aðra kennara á öðrum stöðum og fylgst með hvað hinir eru að gera. Var á hliðarlínunni en stefni á að taka meira þátt í umræðunni næst...

 

© 2015 Auður Hanna Ragnarsdóttir unnið með  Wix.com

  • c-facebook
bottom of page